2. kafli - PowerPoint PPT Presentation

1 / 39
About This Presentation
Title:

2. kafli

Description:

Aflei ing essara taka lei ir til skyndilegs st kks fram vi sem skapar n ja krafta h rra stigi r unarinnar. – PowerPoint PPT presentation

Number of Views:360
Avg rating:3.0/5.0
Slides: 40
Provided by: adda8
Category:
Tags: ataka | kafli

less

Transcript and Presenter's Notes

Title: 2. kafli


1
2. kafli
  • Félagsfræðilegar kenningar

2
Kenningar og tilgátur
  • Tilgáta er staðhæfing sem sett er fram á nokkurs
    rökstuðnings. - Tilgátan er prófuð í þeim
    tilgangi að sanna eða afsanna hana.
  • Ef tilgátan stenst og hægt er að sýna fram á að
    hún sé sönn er hún sett fram sem kenning.
  • Kenning er fullyrðing um orsakasamhengi, hvernig
    og af hverju atburðir tengjast hver öðrum.
  • Kenning er í raun staðfest hugmynd okkar um
    veruleikann og tengsl milli fyrirbæra
  • Kenningar geta tekið breytingum eða verið
    afsannaðar með tilkomu nýrrar þekkingar.

3
Hugtök
  • Eru helstu verkfæri félagsfræðinnar.
  • Eru óhlutstæðar hugmyndir.
  • Eru lyklar að skilningi okkar á veruleikanum.
  • Nákvæmar skilgreiningar hugtaka skipta miklu máli
    í félagsfræði sem og í öðrum fræðigreinum.
  • Öll félagsfræðileg viðfangsefni verða að vera
    skýrt skilgreind svo hægt sé að ganga að því vísu
    að menn séu að tala um það sama / sama hlutinn.

4
Félagafræðilegar kenningarog sjónarhorn
(leiðardæmi)
  • Þrjár kenningar alsráðandi
  • innan félagsfræðinnar
  • Samvirknikenningar (makró)
  • Átakakenningar (makró)
  • Samskiptakenningar (míkró)

5
Samvirknikenningar (makró)
  • Litið er á samfélagið sem eina heild sem samsett
    sé úr mörgum þáttum
  • Fjölskyldan, skólinn, efnahagslífið,
    trúarbrögðin.
  • Hver þáttur er sjálfstæð heild sem vinnur að því
    að tryggja vöxt og viðgang samfélagsins.
  • Hver og einn þáttur hefur hlutverki að gegna og á
    sinn þátt í að viðhalda samfélaginu eins og hvert
    eitt líffæri er mikilvæg fyrir heilbrigði
    mannslíkamans.

6
Samvirknisinnar
  • Líta svo á að félagsleg fyrirbæri stuðli að
    jafnvægi og stöðugleika í samfélaginu.
  • Fólk er að öllu jöfnu sammála um viðmið og gildi
    samfélagsins.
  • Þjóðfélagsbreytingar eiga að vera hægar.
  • Raskist jafnvægið leiðir það til ófarnaðar.
  • Rannsaka ólíka hluta samfélagsins til að finna út
    hvaða hlutverki hver og einn gegnir fyrir
    heildina.

7
Hópverkefni skilist 16. febrúarKynningar í
tímum 12. og 13. febrúar
  • 2 - 3 vinna saman í hóp
  • Tilkynna þarf hópana til kennara fyrir 2. febrúar
    í tölvupósti
  • Kennarinn úthlutar fræðimanni
  • Kynna fræðimanninn í tímum 12. og 13. febrúar
  • 10 mínútna kynning, umræður og fyrirspurnir
  • Úrdráttur skilist til kennara 16. febrúar
  • Kynna fræðimanninn
  • Æviágrip
  • Fyrir hvað er hann þekktur
  • Helstu skrif hans, kenningar og rannsóknir
  • Hvert er framlag hans til félagsfræðinnar?
  • Nota kennslubókina og a.m.k. eina heimild í
    viðbót.

8
Þjóðfélagsdarwinismithe survivival of the fittest
  • Hugmyndir Spencers um þróun samfélaga
  • Frjáls samkeppni og óheftur markaður velur úr
    hæfustu einstaklingana
  • Hæfustu samfélögin lifa af hin deyja út.
  • Stéttaskiptingin endurspeglar sama lögmál þeir
    sem eru hæfari veljast í hærri stéttir
  • Skoða gagnrýni á kenningar Spencers

9
Talcott Parson
  • Áhrifaríkur bandarískur félagsfræðingur.
  • Rannsóknir hans snérust um að skilgreina helstu
    hluverk samfélagsins
  • Hvaða verkefni eru það sem ,,sigursæl samfélög
    inna af hendi og hvernig gera þau það?
  • Vitnaði í bandarískt samfélag og yfirburði þess.
  • Hugtökin marksækni, samsetning, virkni og
  • sameiginleg vitund.

10
Virkni
  • Virkni
  • Hlutvek hvers þáttar (líffæris) samfélagsins
    fyrir heildina (líkamann)
  • Virkni fjölskyldunnar felst t.d. í því að
    viðhalda samfélaginu með því að framleiða nýja
    einstaklinga inn í það og sjá um félagsmótun
    þeirra
  • Virkni trúarbragða er að styrkja almenn gildi og
    skapa samheldni innan samfélagsins

11
Robert Merton
  • Bandarískur samvirknisinni
  • Útskýrði hugtakið félagsleg virkni
  • - Virkni ákveðinna þátta hefur ólík áhrif á hina
    ýmsu hópa.
  • Hið félagslega skipulag hentar misvel hinum ýmsu
    hópum og hefur mismunandi afleiðingar.
  • Merton notaði hugtökin yfirlýst virkni, dulin
    virkni og félagsleg vanvirkni til að útskýra
    þetta

12
Siðrofskenning Mertons
  • Frávik verða vegna truflunar á jafnvægisviðleitni
    samfélagsins
  • Siðrof á sér stað þegar ósamræmi er á milli
    markmiðanna sem stefnt væri að og leiðanna sem
    stæðu til boða til að ná þeim
  • Samfélags sem metur ríkmannlega lifnaðarhætti
    mikils en neitar þegnum sínum um jafnan aðgang að
    þeim býður heim þjófnuðum, svikum og öðrum
    afbrotum

13
Mat á samvirknikenningum
  • Kostir
  • -Við skiljum betur hlutverk einstakra þátta í
    samfélaginu og tilgang þeirra fyrir samfélagið í
    heild.
  • - Allt félagslegt skipulag, frá hinu smæsta til
    hins stærsta, miðar að því að viðhalda
    samfélaginu í núverandi ástandi.
  • Gallar
  • -Reiknað er með að samfélagið fylgi
    náttúrulögmálum og sé skiljanlegt, vel skipulagt
    og stöðugt.
  • -Ofuráhersla á samheldni og samstöðu þar sem
    augunum er lokað fyrir ýmnsum ójöfnuði í
    samfélaginu.

14
Verkefni bls. 114 - 116
  • Skilgreindu hugtökin
  • Kenning
  • Tilgáta
  • Hugtak
  • Virkni
  • Svaraðu spurningunum
  • Hverjar eru helstu kenningar (leiðardæmi) í
    félagsfræði? Eftir hverju skiptast þær?
  • Svaraðu spurningunum
  • Hvert er megininntak samvirknikenninga?
  • Í hverju fólst félagslegt fagnaðarerindi
    Spencers? Af hverju varð það svo vinsælt sem raun
    ber vitni meðal auðmanna í Bandaríkjunum?
  • Útskýrðu hvernig Robert Merton notar hugtakið
    siðrof.

15
Átakakenningar (makró)
  • Samfélagið er vettvangur átaka og spennu
  • Áhersla á ójöfnuð ekki samstöðu.
  • Hvað hefur áhrif á ójafna skiptingu lífsgæða?
  • -Það er skoðað út frá
  • Félagslegri stöðu, kynþætti, þjóðerni, kyni ofl.
  • Skipulag samfélagsins þjónar hagsmunum sumra hópa
    á kostnað annarra

16
Hvernig gagnrýna átakasinnar skólakerfið?Hvaða
mótrökum beita samvirknikenningasinnar
  • Átakasinnar
  • Við höfum ekki sömu möguleika til mennta
  • Peningar og félagsleg staða hefur áhrif
  • Þeir sem meira mega sín setja viðmiðin
  • Ef þeir sem minna mega sín geta ekki staðist þau
    viðmið eru þeir heimskir.
  • Stéttskipting hafi áhrif á tækifæri til mennta.
  • Samvirknisinnar
  • Allir eru jafnir
  • Félagsleg og fjárhagleg staða skiptir ekki máli
  • Þeir hæfustu lifa af, dugnaður einstaklings er
    það sem skiptir máli

17
Karl Marx (1818 1883)
  • Margar átakakenningar eru raktar til hugmynda
    Karls Marx og Max Weber.
  • Marx taldi söguskýringar nauðsynlegar til að
    skilja samfélagið.
  • Að rannsaka ferlið þar sem fólk skapar samfélagið
    og hvernig samfélagið hefur áhrif á fólk.
  • Rannsaka þarf heildaráhrif einstakra þátta
    samfélagsins.
  • Drifkraftur í sögu mannkyns eru átök og spenna
  • Félagslegar breytingar verða vegna innri
    andstæðna í samfélaginu og átaka sem geta af sér
    breytinar.

18
Díalektík - skoða mynd á bls. 85
  • Marx sótti hugmyndir sínar um díalektíkina til
    þýska heimspekingsins Hegel (1770 1831).
  • Díalektík er átök á milli tveggja andstæðna og
    mótsagnirnar sem þau skapa eru drifkraftur
    þróunarinnar.
  • Niðurstaða fæst sem aftur leiðir til átaka og
    eitthvað nýtt fæst út úr því og síðan heldur
    þróunin áfram.
  • Marx notaði díalektíkina til að útskýra
    efnahagskerfið Díalektísk efnishyggja

19
Karl Marx
  • Það sem knýr félagslegar breytingar áfram eru
    mótsagnir og átök í efnahagskerfinu.
  • Í fyrstu samfélögunum ríkti frumkommúnismi,
    framleiðslan og framleiðslutækin voru sameign
    allra,
  • engar mótsagnir voru til í þeim samfélögum.
  • Hver einstaklingur framleiddi bæði fyrir sjálfan
    sig og allt samfélagið, þess vegna voru engir
    hagsmunaárekstrar milli einstaklinga og hópa.

20
Mótsagnir
  • Með einkaeign er grunnur lagður að mótsögnum og
    hagsmunaárekstrum innan samfélagsins.
  • Með eignarhaldi á framleiðslutækjunum gat
    minnihlutinn (borgarstéttin) stjórnað og notið
    afraksturs vinnu meirihlutans (öreiganna).
  • Spennan og átökin sem fylgdu í kjölfar þessara
    mótsagna voru meginaflvaki félagslegra breytinga.
  • Með tímanum mótast félagsleg vitund mannsins
  • -Félagslegur veruleiki mótar vitund mannsins
  • -Félagsleg vitund mannsins tengist afstöðu hans
    til framleiðslunnar

21
Firring
  • Sköpunarverk mannsins birtast honum sem framandi
    fyrirbæri
  • Einstaklingnum finnst hann framandi sjálfum sér
    og öðrum
  • Maðurinn býr til eigin samfélög sem verða honum
    framandi þar til hann áttar sig á að hann er
    hluti af sínu eigin sköpunarverki
  • Firringin er afleiðing iðnvæðingar og breyttra
    framleiðsluhátta, þ.e. kapítalismans.
  • Firring vinnunnar
  • stórir vinnustaðir / ópersónuleg samskipti
  • fjöldaframleiðsla
  • nýjar og fjölmennar stéttir (öreigar)
  • störfin urðu einhæf og vélræn og tilfinningum
    tilgangsleysi vinnu og lífs gerðu vart við sig

22
Kommúnismi
  • Þegar launþegar átta sig á firringunni og rísa
    gegn henni verða róttækar breytingar á
    efnahagskerfinu.
  • Kommúnismi kemur í stað kapítalisma.
  • Lokatakmark sósíalismans stéttlaust samfélag þar
    sem búið er að afnema einkaeignaréttinn og
    framleiðslutækin eru sameign allra.
  • Um leið hverfur firringin og maðurinn verður
    aftur félagsvera.
  • Framleiðslan verður undir stjórn alþýðunnar og er
    fyrir alla.
  • Fjandsamlegir hópar verða ekki til, allir hafa
    sömu hagsmuni að gæta.

23
Verkefni bls. 114 - 116
  • Skilgreindu hugtökin
  • Kommúnismi
  • Kapítalismi
  • Díalektík
  • Svaraðu spurningunum
  • Hvert er megininntak átakakenninga?
  • Hvernig lýsir Marx hugtakinu firring? Hvað gerist
    þegar launamenn átta sig á firringunni?

24
Max Weber (1864 1920)
  • Átakenningar eiga líka upphaf sitt í verkum Max
    Weber
  • Weber hélt fram mun flóknari stéttaskiptingu en
    Marx
  • Weber skiptir fólki í marga hópa innan
    meginstéttanna
  • Átök ríkja á milli hópa, ekki bara á
    efnahagslegum forsendum
  • Átök og hagsmunaárekstrar geta líka átt sér stað
    þegar fólk sækist eftir virðingu og völdum
  • Staða fólks fer eftir þremur þáttum
  • -efnahagslegri stöðu (stétt)
  • -pólitískri stöðu (völd)
  • -félagslegri stöðu (virðing)

25
Gagnrýni á átakakenningar og Marx
  • Átakakenningar draga fram ójöfnuð og horfa
    framhjá samheldni og sameiginlegum gildum.
  • Þær eru litaðar stjórnmálaskoðunum og eru því
    ekki hlutlausar.
  • Þær skilgreina samfélagið með mjög víðum hugtökum.
  • Kenningar Marx hafa ekki ræst.
  • Stéttaátök hafa ekki aukist.
  • Ekkert sem bendir til að öreigar myndi eina
    stétt.
  • Ójafnræði áberandi í kommúnískum ríkjum.

26
Verkefni bls. 114 - 116
  • Svaraðu spurningunum
  • Hver er munurinn á á stéttakenningu Karls Marx og
    lagskiptakenningu Max Weber?
  • Hvernig rökstyður Weber þá skoðun sína að
    kapítalisminn eigi upphaf sitt í heittrúarstefnu
    mótmælenda?

27
Samskiptakenningar (míkró)
  • Fjalla um samskipti einstaklinga og hópa.
  • Snúast um hegðun í daglegu lífi.
  • Félagsfræðingar eiga að einbeita sér að skilningi
    og túlkun mannlegrar hegðunar.
  • Skiptast í nokkrar undirkenningar og eða
    sjónarhorn.
  • Hafna vanalega þeirri skoðun að samfélagið hafi
    skýra félagsgerð sem stýri hegðunarferli
    einstaklinga eftir ákveðnum brautum.

28
Max Weber (1864 1920)
  • Einn af frumkvöðlum félagsfræðinnar.
  • Brúar bilið milli samvirkni-, átaka- og
    samskiptakenninga með kenningum sínum.
  • Fólk tekur mið af hegðun annarra og hegðar sér í
    samræmi við það.
  • Ef athöfn er ekki hugsuð fyrirfram þá getur hún
    ekki verið félagsleg athöfn samkvæmt Weber.
  • Félagsfræðilegar rannsóknir eiga að snúast um
    félagslegar athafnir einstaklinga.

29
Sjónarhorn túlkunarsinna
  • Hvernig þú hegðar þér í samskiptum við aðra fer
    eftir hvaða skilaboð þú vilt senda út og hvernig
    skilaboð þú móttekur frá öðrum.
  • Hegðun þín sýnir hvað þú ætlast fyrir og viðbrögð
    umhverfisins fara eftir því hvaða merkingu aðrir
    leggja í hegðunina.
  • Einstaklingar skilja hvað felst í samskiptum við
    aðra og það skapar samfélagið.

30
Táknræn samskipti
  • Samskiptakenning
  • Útskýringar á mannlegum athöfnum út frá hugmyndum
    um hvaða skilning einstaklingar leggja í
    athöfnina.
  • George Herbert Mead er talinn upphafsmaður
    kenninga um táknræn samskipti.
  • Fólk notar tákn í samskiptum sínum.
  • Tákn eru eins og hugtök, óhlutstæðar hugmyndir
    sem standa fyrir raunveruleg fyrirbæri eða hluti
    eins og t.d. orð, látbragð, og helgisiðir.
  • Ervin Goffman Kenningin um leikræna tjáningu.
  • Öllum samskiptum er lýst sem leiksýningu á sviði.

31
Chicago-skólinn
  • Elsta félagsfræðistofnun Bandaríkjanna, stofnuð
    árið 1892.
  • Er þekktur fyrir míkrórannsóknir á samfélaginu.
  • Hafði mikil áhrif innan tveggja fagsviða
    félagsfræðinnar
  • -þéttbýlisfélagsfræði
  • -táknræn samskipti

32
Fyrirbærafræði - Félagsháttafræði
  • Fyrirbærafræði
  • Fjallar um innri hugsanir mannsins.
  • Fjallar um hvernig maðurinn flokkar og
    skilgreinir umhverfi sitt.
  • Fjallar ekki um orsakasamhengi.
  • Félagsháttafræði
  • Rannsakar aðferðirnar sem fólk beitir í
    samskiptum.
  • Rannsakar hvaða aðferðir fólk beitir til að búa
    til, gera grein fyrir og leggja merkingu í
    félagslegt umhverfi sitt.

33
Mat á samskiptakenningum
  • Kostir
  • Leiðrétta hlutdræg sjónarhorn samvirkni- og
    átakakenninga.
  • Minna okkur á að samfélagið er ekkert annað en
    fólk sem hefur samskipti sín á milli.
  • Hjálpa okkur að sjá hvernig einstaklingarnir
    upplifa samfélagið og hvernig daglegum samskiptum
    þeirra er háttað.
  • Gallar
  • Fræðimenn sem beita samskiptasjónarhorninu eiga á
    hættu að missa yfirsýn yfir heildina.
  • Þegar allri athygli er beint að ákveðnum
    einkennum í samskiptum er hætt við að
    rannsakandinn sjái ekki áhrif eigin menningar,
    kyns, kynþáttar eða stéttar á samskiptin.

34
Gagnrýni á meginkenningarnar þrjár
  • Félagsfræði hefur aðallega snúist um rannsóknir
    karla á körlum og fyrir karla.
  • Hvítir gagnkynhneigðir, vestrænir karlar hafa
    verið allsráðandi í rannsóknum.
  • Félagsfræðin hefur sniðgengið mörg málefni sem
    eru mikilvæg fyrir aðra hópa.
  • Félagsfræðin sýnir afskræmda mynd af öðrum hópum.
  • Félagsfræðilegar rannsóknir hafa oft verið fullar
    af karlrembu og fordómum í garð minnihlutahópa.

35
Verkefni bls. 114 - 116
  • Skilgreindu hugtökin
  • Makró og míkró félagsfræði
  • Félagsgerð
  • Svaraðu spurningunum
  • Hvert er megininntak kenninga um táknræn
    samskipti?
  • Fyrir hvað er Chicago-skólinn þekktastur? Hvaða
    fræðimenn tengdust honum?
  • Hver er helsta gagnrýni á samskiptakenningar?

36
Póstmódernismi
  • Tortryggni gagnvart öllum æðri sannleika.
  • Það er ekki til neinn algildur sannleikur.
  • Margir sannleikar til sem hægt er að nálgast
    eftir óteljandi leiðum.
  • Ekki er hægt að skilgreina neitt lengur, allt
    hefur verið skilgreint áður.
  • Það eina sem eftir stendur eru brot til að leika
    sér með, það er póstmódernismi.

37
Femínisk félagsfræði
  • Femínismi Stefna sem leggur áherslu á að konur
    hafi full réttindi á við karla og að hefðbundin
    kvennastörf séu metin til jafns á við önnur
    störf.
  • Í femenískri félagsfræði er lögð áhersla á að
    staðsetja kynferði í miðju rannsókna.
  • Kynbundið sjónarhorn femínisma gefur nýja sýn og
    hjálpar okkur við að víkka og dýpka skilning á
    samfélaginu.

38
Þróun femínismans
  • Frjálslyndur femínismi, kom fram í kjölfar
    borgaralegra byltinga í upphafi 19. aldar.
  • Um 1970 má greina margar róttækar stefnur og
    sjónarhorn sem leggja áherslu á aðgerðir.
  • akademískan, sósíalískan, sálkönnunar-,
    róttækan, menningarlegan, lesbískan og
    efnahagslegan femínisma.
  • Upp úr 1990 kemur fram þriðja bylgja femínismans
    sem leggur áherslu á fræðimennsku.
  • Litið var á kyn sem afsprengi sögunnar og
    félagslega mótað fyrirbæri.

39
Verkefni bls. 114 - 116
  • Svaraðu spurningunum
  • Af hverju telja sumir að meginkenningarnar þrjár
    hafi gengið sér til húðar og geti ekki útskýrt
    nútímasamfélög?
  • Útskýrðu hugtakið femínismi og lýstu þróun
    femínískra kenninga.
  • Hvaða kröfur gerði Mary Wollstonecraft um þróun
    samfélagsins.
  • Hafa þessar kröfur náð fram að ganga hér á
    landi?
  • Hvernig myndir þú nota feminískar kenningar til
    að útskýra eftirfarandi fullyrðingu ,, Að vera
    kona er að ganga í of litlum skóm?
  • Flokkaðu eftirtalda fræðimenn eftir þeim
    leiðardæmum sem þeir aðhyllast og nefndu helsta
    framlag þeirra til félagsfræðinnar.
  • Emile Durkheim, Karl Marx, Max Weber,
  • Erving Goffman, George Herbert Mead,
  • Herbert Spencer og Robert King Merton.
Write a Comment
User Comments (0)
About PowerShow.com