5. kafli - PowerPoint PPT Presentation

1 / 21
About This Presentation
Title:

5. kafli

Description:

5. kafli F lagsleg lagskipting Hva er f lagsleg lagskipting Kerfisbundin f lagsleg mismunun milli l kra einstaklinga e a h pa. ll samf l g flokka og ... – PowerPoint PPT presentation

Number of Views:111
Avg rating:3.0/5.0
Slides: 22
Provided by: fshIsfile
Category:
Tags: kafli

less

Transcript and Presenter's Notes

Title: 5. kafli


1
5. kafli
  • Félagsleg
  • lagskipting

2
Hvað er félagsleg lagskipting
  • Kerfisbundin félagsleg mismunun á milli ólíkra
    einstaklinga eða hópa.
  • Öll samfélög flokka og mismuna fólki.
  • Flokkunin getur t.d. farið eftir efnahag, völdum,
    virðingu, kyni, kynþætti og aldri.
  • Stéttaskiptingin um borð í Titanic snerist ekki
    bara um betri aðbúnað um borð því þegar upp var
    staðið réði hún líka úrslitum um hverjir lifðu og
    hverjir dóu.

3
Félagsleg lagskipting
  • Fjórar grunnhugmyndir
  • Félagsleg lagskipting endurspeglar ekki aðeins
    einstaklingbundinn mun, hún er einkennandi fyrir
    allt samfélagið.
  • Félagsleg lagskipting erfist milli kynslóða.
  • Félagsleg lagskipting er alheimsfyrirbæri en
    misjöfn milli samfélaga.
  • Félagsleg lagskipting snýst um lífsskoðanir og
    trú.

4
Félagslegur hreyfanleiki.
  • Félagsleg lagskipting getur verið opin eða lokuð.
  • Í iðnríkjum er lagskiptingin opin, þ.e.
    einstaklingur getur flust á milli stétta.
  • Félagslegur hreyfanleiki - þegar staða
    einstaklings breytist og hann færist á milli
    stétta.
  • Lóðréttur félagslegur hreyfanleiki þegar fólk
    færist upp eða niður metorðastigann. Líka til
    lóðréttur hreyfanleiki á milli kynslóða.
  • Láréttur félagslegur hreyfanleiki - fólk flyst
    frá einni stöðu yfir í aðra sambærilega, t.d.
    kennari gerist blaðamaður.

5
Opin félagsleg lagskipting
  • Félagslegur hreyfanleiki
  • Auðvelt að færast á mili stétta
  • þú getur flust úr einni stétt í aðra hærri.
  • Algengast í þróuðum iðnríkjum.
  • Stéttaskiptingin styðst ekki við lög eða trú.
  • Þú mátt giftast út fyrir þína stétt (útvensl).

6
Lokuð félagsleg lagskipting
  • Erfðastsétt, t.d. á Indlandi.
  • Félagsleg staða þín ræðst við fæðingu og er
    alltaf sú sama og hjá foreldrum þínum (áskipuð
    staða).
  • Félagslegur hreyfanleiki er lítill sem enginn,
    þ.e. þú getur ekki flust úr einni stétt í aðra.
  • Fólk giftist innan sömu stéttar (innvennsl)
    þannig haldast erfðastéttirnar.

7
Stéttakenning Karl Marx
  • Karls Marx greindi stéttir eftir afstöðu þeirra
    til framleiðslutækjanna.
  • Samfélagið skiptist í tvær stéttir kapítalista og
    öreiga - yfirstétt og hina undirokuðu stétt.
  • Yfirstéttin hefur alltaf arðrænt undirstéttinga.
  • Yfirstéttinn hirðir afraksturinn af vinnu
    undirstéttarinnar þ.e. gildisaukann.
  • Saga mannkyns er saga stéttabaráttu.

8
Stéttakenning Max Webers
  • Kenning Webers gekk út á að lýsa félagslegri
    mismunun.
  • Weber skilgreinir stétt sem hóp manna sem hafi
    sömu möguleika í lífinu
  • Unnt er að skipta mönnum í þrjár stéttir eftir
  • Efnahagslegri stöðu.
  • Félagslegri stöðu.
  • Pólitískri stöðu.

9
Það sem aðgreinir opið stéttskipt kerfi frá öðrum
lagskiptum kerfum
  • Nútímastéttir eru ekki myndaðar út frá lögbundnum
    eða trúarlegum skilyrðum.
  • Stéttastaðan er að hluta til áunnin.
  • Stéttaskipting fer eftir efnahagslegum mun á
    milli hópa og einstaklinga.
  • Ójöfnuður í öðrum lagskiptum kerfum felst meira í
    persónubundnum samskiptum milli einstaklinga
    (mismunandi réttindi og skyldur).

10
Helstu stéttir í vestrænumnútíma samfélögum
(flokkun Giddens)
  • Yfirstétt Fámenn stétt - fjármagnseigendur,
    stóratvinnurekendur, háttsettir yfirmenn og
    háttsettir embættismenn.
  • Millistétt Víða fjölmennasta stéttin, lægra
    settir embættismenn, sérmenntað fagfólk og
    skrifstofufólk.
  • Verkalýðsstétt Fólk í störfum sem ekki krefjast
    formlegrar menntunar.

11
Af hverju er stétt mikilvæg?
  • Ungbarnadauði hærri hjá lá- en hástéttum.
  • Heilbrigði meira hjá hástéttum en lágstéttum.
  • Skilnaðir fleiri hjá lágstéttum en hástéttum.
  • Tekjur hærri hjá hástéttum en lágstéttum.
  • Vinnuöryggi meira hjá há- en lágstéttum.
  • Atvinnuleysi meira hjá lág- en hástéttum.
  • Eignir meiri hjá hástéttum en lágstéttum.

12
Hugmyndafræði og lagskipting
  • Hugtakið hugmyndafræði vísar til kerfis hugmynda
    sem ver og réttlætir eitthvert fyrirkomulag
    samfélagsins, í þessu tilfelli félagslega
    lagskiptingu.
  • Skoðanir sem halda því fram að ríkt fólk sé
    duglegt og gáfað en fátækt fólk heimskt og latt
    eru hugmyndafræðilegar að því marki að þær
    styrkja yfirráð þeirra ríku um leið og þær segja
    að fátæklingarnir eigi örlög sín skilið.

13
Samvirknikenningarog félagsleg lagskipting
  • Kenningar Davis og Moore.
  • Telja að félagsleg lagskipting sé nauðsynleg og
    hafi hagstæð áhrif á starfsemi samfélaga.
  • Mörg hundruð ólíkar starfsstéttir, störfin
    miserfið
  • sum auðveld - hver sem er getur unnið þau
  • önnur erfið einungis sérfræðingar geta unnið
    þau
  • Það verður að umbuna fólki sem tekur að sér störf
    sem krefjast mikillar þekkingar og þjálfunar með
    auði, valdi og virðingu.
  • Ef samfélagið á að halda velli verður að laða
    fólk með hæfileika og kunnáttu í þessi störf. Því
    mikilvægara sem starfið er því meiri umbun og
    hlunnindi fylgja því.
  • Þetta hvetur fólk til að leggja harðar að sér -
    félagsleg lagskipting leiðir því til mun meiri
    framleiðni í samfélaginu.

14
Gagnrýni Tuminá kenningu Davis og Moore
  • Útskýrir ekki himinháa umbun sem sumir hljóta
    t.d. knattspyrnumenn.
  • Er hægt að mæla mikilvægi starfa?
  • Gerir of mikið úr því að félagsleg lagskipting
    þroski einstaklinga sumir erfa stórar fjárhæðir
    og komast í háar stöður óverðskuldað.
  • Hæfileikar sumra fá að njóta sín í lagskiptu
    kerfi en það heftir aðra í að nýta hæfileika sína
    til fulls.

15
Átakakenningarog félagsleg lagskipting
  • Karl Marx
  • Þeir sem eiga framleiðslutækin eru ráðandi hópur
    samfélagsins og stéttaskiptingin er í þeirra
    þágu.
  • Félagsleg lagskipting er slæm hún hampar sumum
    á kostnað annarra.
  • Samfélagið er vettvangur átaka milli ráðandi hópa
    og undirokaðra hópa.
  • Fyrirkomulagið kemur ráðandi hópum vel.

16
Vinnugildiskenning Marx
  • Verkafólk skapar verðmæti með vinnu sinni.
  • Afrakstur vinnunnar lendir að mestu í vasa
    atvinnurekenda og eignamanna.
  • Vinnumennirnir fá aðeins greitt fyrir hluta vinnu
    sinnar.
  • Ráðandi stétt arðrænir vinnumennina með því að
    hirða gildisaukann.

17
Samvirkni- og átakakenningarog félagsleg
lagskipting
  • Samvirknikenningar og FL
  • Heldur samfélaginu saman
  • Stuðlar að því að fólk fær störf við hæfi
  • Er bæði gagnleg og óhjákvæmileg
  • Samstaða um þau gildi og skoðanir sem réttlæta
    félagslega lagskiptingu
  • Þjóna samfélaginu í heild og er studd af
    menningarlegum gildum og lífsskoðunum
  • Átakakenningar og FL
  • Er afsprengi stéttaátaka
  • Mikið af getu og hæfileikum er kastað á glæ
  • Gagnast sumum og er ekki óhjákvæmileg
  • Gildi og skoðanir endurspegla hagsmuni þeirra sem
    meira mega sín
  • Þjónar hagsmunum lítils hóps í samfélaginu

18
Skilgreindu hugtökin
  • Félagslegur hreyfanleiki
  • láréttur og lóðréttur
  • Hugmyndafræði
  • Áskipuð staða
  • Innvensl
  • Útvensl
  • Tekjutrygging
  • Gini-stuðull
  • Fátæktarstuðull

19
Svaraðu spurningunum
  • Í félagslegri lagskiptingu felast fjórar
    grunnhugmyndir. Lýstu þeim.
  • Hvað er félagsleg lagskipting? Lýstu opinni og
    lokaðri félagslegri lagskiptingu og útskýrðu
    muninn á þeim.
  • Hvernig skilgreina Karl Marx og Max Weber
    stéttir? Að hvaða leyti hafa þeir ólíkar skoðanir
    á stéttskiptingu?
  • Hverjar telur Giddens vera mikilvægustu
    stéttirnar í vestrænum samfélögum?
  • Það eru einkum fjögur atriði sem aðgreina opið,
    stéttskipt kerfi
  • Lýstu hugmyndum Davis og Moore um félagslega
    lagskiptingu.
  • Gerðu grein fyrir hvernig Marx taldi að
    framleiðsluhættir kapítalismans flu í sér hrun
    hans.

20
Svaraðu spurningunum
  • Mörgum finnst óréttlátt að skerða tekjutryggingu
    öryrkja hér á landi. Hvaða rök færa þeir helst
    fyrir máli sínu?
  • Lýstu í grófum dráttum kjörum eldri borgara hér á
    landi samkvæmt skýrslu Rauða krossins.
  • Stefán Ólafsson heldur því fram að ójöfnuður hafi
    verið að aukast hér á landi s.l. 10 ár eða svo.
    Hvaða rök færir Stefán fyrir máli sínu?

21
Kaflapróf úr 4. og 5. kaflaföstudaginn 30. mars
  • Lesa 4. og 5. kafla
  • Skilgreina valin hugtök (sjá ljósrit)
  • Svara völdum spurningum (sjá ljósrit)
  • Skilaverkefni úr 4. og 5. kafla
  • Skila hugtökum og spurningum til kennara í
    tölvupósti adda_at_fsh.is
  • Hugtök og spurningar úr fjórða kafla
  • í síðasta lagi 19. mars.
  • Hugtök og spurningar úr fimmta kafla
  • í síðasta lagi 26. mars.
Write a Comment
User Comments (0)
About PowerShow.com