Aldarspegill hagstj - PowerPoint PPT Presentation

About This Presentation
Title:

Aldarspegill hagstj

Description:

Title: Economic and Financial Statistics: is the Glass half full or half empty? Author: Van den Bergh Last modified by: Mar a Sk lad ttir Created Date – PowerPoint PPT presentation

Number of Views:50
Avg rating:3.0/5.0
Slides: 13
Provided by: Vand138
Category:

less

Transcript and Presenter's Notes

Title: Aldarspegill hagstj


1
Aldarspegill hagstjórnar
  • Már Guðmundsson
  • Fimmtíu ára afmælisráðstefna Fjármálatíðinda
  • Reykjavík, 18. og 19. nóvember 2004
  • Aðstoðarframkvæmdastjóri peninga- og
    hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans
  • Skoðanir eru höfundar og ekki nauðsynlega
    Alþjóðagreiðslubankans

1
2
Efnisatriði
  • Hvað er hagstjórn og hvers vegna þurfum við hana?
  • Klassíska og nýklassíska hagfræðin
  • Framlag Keynes
  • Kreppa og endurfæðing keynesismans
  • Hagstjórnarfræði nútímans
  • Hin sögulega reynsla
  • Viðfangsefni framtíðarinnar

2
3
Hvað er hagstjórn?
  • Markviss áhrif ríkisins á heildareftirspurn eða
    samsetningu hennar með þjóðhagsleg markmið að
    leiðarljósi
  • Markmið
  • Stöðugt verðlag
  • Full nýting framleiðslugetu
  • sjálfbær og traust ytri staða
  • Tæki Útgjöld og skattar hins opinbera og
    vaxtaákvarðanir seðlabanka

4
Hvers vegna hagstjórn?
  • Ríkið með einkarétt á útgáfu lögeyris nauðsyn
    verðfestu
  • Verðlag ekki ákvarðað í mikróhagfræðilegum
    líkönum né í almennum makrólíkönum án
    stefnuviðbragða stjórnvalda
  • Akkeri fyrir verðlag festuhlutverk
  • Eftirspurnar- og framboðsskellir valda um hríð
    van- eða ofnýtingu framleiðsluþátta vegna
    tregbreytanlegs verðs og launa
  • Sveiflujöfnunarhlutverk hagstjórnar

5
Klassíska og nýklassíska hagfræðin
  • Virk eftirspurnarstjórnun lék ekki mikið hlutverk
    í árdaga hagfræðinnar
  • Meginviðfangsefni klassísku og nýklassísku
    hagfræðinnar voru á því sviði sem nú á tímum
    kallast míkróhagfræði, þ.e. lutu að framleiðslu
    og dreifingu knappra gæða, hlutfallslegum verðum
    og tekjudreifingu
  • Akkeri verðkerfisins var tryggt með sjálfvirkum
    hætti með gullfætinum
  • Markaðir voru álitnir mjög virkir og verð og laun
    sveigjanleg
  • Svigrúm hagstjórnar í raun minna en síðar varð?

6
Keynes
  • Upphafsmaður makróhagfræðinnar, þ.e.
    kenningarinnar um virka heildareftirspurn og
    heildarframboð
  • Ekki einn á ferð Wicksell, Kalecki og fleiri
  • Aðstæður höfðu einnig breyst
  • Reynsla millistríðsáranna
  • Afnám gullfótar
  • Meiri ríkisumsvif

7
Framlag Keynes
  • Kenningin um virka eftirspurn
  • Fjárfesting veltur m.a. á sveiflukenndum
    væntingum um framtíðarhagnað
  • Neysla veltur m.a. á samtímatekjum
  • Verðlag er sögulega ákvarðað og gefið til skamms
    tíma
  • Peningastefna hefur áhrif í gegnum miðlunarferli
    sem getur brugðist
  • Eftirspurnarstjórnun (stundum aðallega
    ríkisfjármálastefna) er nauðsynleg til að stuðla
    að jafnvægi með fullri nýtingu framleiðsluþátta

8
Kreppa keynesismans
  • Sú makróhagfræði sem spratt af rótum Keynes var
    gölluð
  • Framboðshlið var vanþróuð
  • Væntingar illa skilgreindar
  • Litið framhjá trúverðugleika og tímasamkvæmni
  • Í framkvæmd brást festuhlutverk hagstjórnarinnar
    þegar frá leið
  • Tekjustefna var viðbragð við því en gekk ekki til
    lengdar
  • Vandinn var að afskrifun peningastefnu hafði
    gengið of langt (og átti sér ekki réttlætingu í
    ritum Keynes)

9
Gagnrýnendur og viðbótarframlag
  • Hayek Verðbólguhneigð og skortur á skilningi á
    hreinsunarhlutverki efnahagsþrenginga
  • Friedman Möguleikar og takmarkanir peningastefnu
  • Phelps Ekki mögulegt að auka atvinnu til lengdar
    með hærri verðbólgu
  • Lucas Hagsýnisvæntingar
  • Kydland og Prescott Verðbólguhneigð
    peningastefnu án stefnureglu

10
Nútíma hagstjórnarfræði
  • Gagnrýnin á keynesismann skilaði margvíslegri
    framþróun en tókst ekki að velta honum úr sessi
  • Ný-keynesisminn er yfirgnævandi í nútíma
    hagstjórnarfræðum
  • Til skamms tíma eru verð og laun tregbreytanleg
  • Hagstjórn hefur bæði festuhlutverk og
    sveiflujöfnunarhlutverk
  • Til langs tíma hefur hvorki peningastefna né
    eftirspurnarþáttur ríkisfjármála áhrif á hagvöxt
    og atvinnustig
  • Peningastefna hefur þannig til lengdar fyrst og
    fremst áhrif á verðbólgu, sem er peningalegt
    fyrirbæri
  • Peningastefna er samt ekki endalega alltaf
    hlutlaus til lengdar. Slæm peningastefna getur
    skaðað hagvöxt yfir lengri tímabil

11
Hin sögulega reynsla
  • Það hefur dregið úr sveiflum og verðstöðugleiki
    hefur fest rætur
  • Staðalfrávik hagvaxtar á mann í Bandaríkjunum var
    6 á árunum 1890-1914, 7 1918-1939, nærri 3
    1950-1974 og 2 1975-1999
  • 1934-1937 lækkaði landsframleiðsla á mann um
    nærri þriðjung
  • 1950-1999 lækkaði hún aldrei meira en eitt ár í
    einu og aldrei meir en 3
  • Svipaða sögu er að segja af öðrum iðnríkjum
  • Frá 1997 hefur meðalverðbólga í OECD-ríkjum
    aldrei farið yfir 4
  • Fjármálakreppur hafa verið tíðar, einkum í
    nýmarkaðsríkjum

12
Verkefni framtíðarinnar
  • Innlimun kenninga um ósamhverfar upplýsingar,
    lærdómsferli og niðurstöður tilraunahagfræði
  • Fjármálakerfið og þjóðarbúskapurinn
    fjármálakreppur
  • Samspil peningastefnu og fjármálastöðguleika
  • Stofnanaumhverfi og ríkisfjármálastefna
    samsvarandi umbætur og hafa verið gerðar á stjórn
    peningamála?
  • Alhliða áhættustjórnun
  • Heimsvæðingin og hagstjórn
  • Hvar verður yfirsýnin?
Write a Comment
User Comments (0)
About PowerShow.com